Загрузка страницы

Stálin - Hvar er draumurinn?

Meðlimir Dimmu og Skálmaldar flytja HVAR ER DRAUMURINN? eftir Sálina hans Jóns míns.

Söngur: Stefán Jakobsson
Gítar: Þráinn Árni Baldvinsson
Bassi: Snæbjörn Ragnarsson
Trommur: Birgir Jónsson

Lag: Guðmundur Jónsson
Texti: Stefán Hilmarsson

Um upptökur og hljóðblöndun sá Maggi Magg og Haffi Tempó um hljómjöfnun. Allt þetta átti sér stað í ágúst 2016.

---

Frá framleiðendum myndarinnar:

Forsagan

Hvar er draumurinn er stuttmynd sem endurspeglar raunveruleikann í samfélaginu. Framkvæmd af aðilinum sem vilja láta gott af sér leiða og gera áhugaverða mynd sem hefur forvarnargildi.

Fyrir nokkrum árum starfaði höfundur sögunnar, Pétur Guð á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafirði. Þar voru stúlkur sem höfðu lent út af sporinu og þær stúlkur voru að missa vini sína vegna neyslu. Eina kvöldstund sest Pétur niður með stúlkunum og þau ákveða að gera stuttmynd um þann veruleika sem þær horfðu upp á; vinir okkar eru að deyja af völdum áfengis- og/eða vímuefnaneyslu. Þær hjálpuðu til við að segja frá aðstæðum og koma með hugmyndir af persónum í myndina. Úr þessari vinnu verður myndin „Draumur um veruleika“ þar sem stúlkurnar á meðferðarheimilinu léku í myndinni og hún var sýnd á lokaðri boðssýningu á Akureyri fyrir aðstandendur og starfsfólk í meðferðargeiranum. Myndin snerti við fólki og sögðu margir að þessa mynd þyrfti að sýna í skólum með forvarnir í huga. En það kom ekki til greina að sýna myndina vegna persónuverndar við stúlkurnar á meðferðarheimilinu. Þá kom upp hugmynd að endurgera þyrfti þessa mynd...

Í fyrra hófst vinna við að endurskrifa handritið. Settur var saman hópur fólks sem vildi koma að þessu, auglýst eftir leikurum og bara byrjað. Nafni myndarinnar breytt í „Hvar er draumurinn?“ og ákveðið að gera myndina með það að leiðarljósi að hún væri ekki of gróf svo hægt væri að sýna hana í grunn-og framhaldsskólum með forvarnargildi í huga. Við vinnslu myndarinnar kom svo upp hugmynd að endurgera Sálarlagið sem ber sama titil, enda passar ýmislegt úr textanum við innihald myndarinnar. Eftir að leitað var til Stebba Jak úr Dimmu varð úr að hann og Biggi Jóns úr Dimmu og Bibbi og Þráinn úr Skálmöld tóku að sér að endurútsetja og flytja lagið sem tekið var upp af Magga Magg.

Aðstandendur myndarinnar vonast til að myndin muni skapa umræður, opna augun almennings, ekki síður unglinga um það hvað er að gerast í kringum okkur. Hvað saklaust partý getur endað illa. Hvað ein kvöldstund getur rústað lífi nokkurra fjölskyldna. Það ætlar enginn í neyslu og deyja. „Það kemur ekkert fyrir mig!“
Það er líka önnur staðreynd sem dregin er upp í myndinni, en það eru karlar sem stjórna ungum stúlkum og láta þær verða háðar sér.

Í stuttu máli
Hvar er draumurinn? sýnir okkur og vonandi opnar augu okkar hvernig ein ákvörðun getur breytt öllu. Hvernig miskunarlaus fíkniefnaheimurinn getur rústað lífi fólks. Og það fólk gæti verið þú eða þínir.

Видео Stálin - Hvar er draumurinn? канала Snæbjörn Ragnarsson
Показать
Комментарии отсутствуют
Введите заголовок:

Введите адрес ссылки:

Введите адрес видео с YouTube:

Зарегистрируйтесь или войдите с
Информация о видео
30 августа 2016 г. 21:08:21
00:04:37
Яндекс.Метрика